Um mig

Ég heiti Helga María Ragnarsdóttir og er uppskriftahöfundur og matarljósmyndari búsett í Stokkhólmi. Með margra ára reynslu, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, hef ég fengið tækifæri til að vinna með mat á margvíslegan hátt, allt frá því að blogga og skrifa og mynda matreiðslubók til þess að starfa sem sjálfstæður uppskriftahöfundur og matarljósmyndari.

Í mörg ár hef ég rekið bloggið Veganistur.is og sænska matarbloggið Runtbordet.se og skrifað og myndað matreiðslubókina Úr eldhúsinu okkar, sem var gefin út af Bókabeitunni. Í gegnum árin hef ég unnið með mörgum stórum vörumerkjum og haft þann heiður að þróa uppskriftir og myndefni fyrir tímarit, samfélagsmiðla og veitingastaði.

Fyrir mér snýst matur um miklu meira en bara bragð, það er heildarupplifun. Ég elska að skapa uppskriftir sem eru jafn fallegar og þær eru ljúffengar, og að fanga fegurð matarins í gegnum linsuna er stór hluti af minni ástríðu.